Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Rúnar skoraði tvö og lagði upp eitt í Evr­ópu­deild­inni

Rúnar Már átti stór­leik þegar lið hans Astana vann stórsigur í Evrópudeildinni í dag.

Mynd/prosports.kz

Rúnar Már Sigurjónssson skoraði tvö mörk fyrir Astana og lagði eitt upp þegar lið hans vann 5-1 stórsigur gegn Vall­etta frá Möltu í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Rúnar Már kom Astana yfir strax á 8. mínútu og lagði upp mark fyrir liðsfélaga sinn aðeins sjö mínútum seinna. Tuttugu mínútum síðar skoraði Astana þriðja markið og staðan í hálfleik var 3-0.

Rúnar Már bætti við öðru marki sínu á 57. mínútu leiksins en Vall­etta náði að minnka muninn niður í þrjú mörk áður en Astana skoraði sitt fimmta mark tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 5-1 fyrir Astana.

Síðari leikur liðanna fer fram í Möltu eftir viku, en liðið sem hefur betur í einvíginu tryggir sér sæti í umspili um laust sæti í Evrópudeildinni.

Rúnar Már hefur nú skorað þrjú mörk fyrir Astana í Evrópudeildinni á leiktíðinni. Hann gekk til liðsins á frjálsri sölu fyrr í sumar, en undanfarin þrjú ár hafði hann leikið með Grass­hop­p­ers og St. Gallen í Sviss.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið