Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Rúnar Már opnaði marka­reikn­ing­inn – Sjáðu markið

Rúnar Már skoraði sitt fyrsta mark fyr­ir Astana í Kasakstan þegar liðið vann 2-0 sigur í dag.

Mynd/KazFootball.kz

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sitt fyrsta mark fyr­ir Astana í Kasakstan þegar liðið vann 2-0 sigur á Tobol Kostanay í efstu deild­ Kasakst­ans í dag.

Rúnar Már gekk til liðs við Astana í síðasta mánuði en leikurinn í dag var annar leikur hans í deildarkeppninni í Kasakst­an.

Rúnar Már var í byrjunarliði Astana í leiknum í dag og lék fyrstu 78. mínúturnar áður en hann var tekinn af velli. Hann kom Astana á bragðið á 54. mínútu leiksins með frábæru marki þar sem hann átti hnitmiðað skot með vinstri fæti sínum sem endaði efst í hægra horninu. Glæsilegt mark hjá Rúnari og það mark má sjá neðst í fréttinni.

Marin Tomasov bætti við öðru marki fyrir Astana á 76. mínútu leiksins með marki fyrir utan teig og lokatölur því 2-0 fyrir Astana, sem er komið upp í topp­sæti deild­ar­inn­ar með 38 stig.

Ast­ana mun næsta þriðjudag fá liðið CFR Cluj frá Rúm­en­íu í heimsókn í 1. um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið