Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúnar Már og Albert í riðli með Manchester United

Rúnar Már og Albert mæta Manchester United í Evrópudeildinni.

Mynd/KazFootball.kz

Astana og AZ Alkmaar, lið þeirra Rúnars Más Sigurjónssonar og Alberts Guðmundssonar, lentu í L-riðli með enska stórliðinu Manchester United ásamt Part­iz­an frá Serbíu þegar dregið var í riðla í Evrópudeildinni í dag.

Jón Guðni og lið hans Krasnodar verður í C-riðli með Basel frá Sviss, Geta­fe frá Spáni og Trabzon­spor frá Tyrklandi.

Íslendingaliðið CSKA Moskva frá Rússlandi, með Hörð Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson innanborðs, er í H-riðli ásamt Ludog­or­ets frá Búlgaríu, Esp­anyol frá Spáni og Ferencváros frá Ung­verjalandi.

Arnór Ingvi Traustason og samherjar hans í Malmö verða í B-riðli og drógust gegn Dynamo Kíev frá Úkraínu, FC Kaup­manna­höfn frá Dan­mörku og Lugano frá Sviss

Riðlar Íslendingaliðanna:

B-riðill: Dynamo Kíev, FC Kaup­manna­höfn, Mal­mö, Lugano

C-riðill: Basel, Krasnod­ar, Geta­fe, Trabzon­spor

H-riðill: CSKA Moskva, Ludog­or­ets, Esp­anyol, Ferencváros

L-riðill:Manchester United, Ast­ana, Part­iz­an, AZ Alk­ma­ar

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir