Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúnar Már meist­ari með Astana

Rúnar Már og samherjar hans í Astana urðu í dag meistarar í Kasakstan.

Mynd/inbusiness.kz

Rúnar Már Sigurjónsson og sam­herj­ar hans í Astana urðu í dag meistarar í Kasakstan með því að sigra Tobol Kostanay, 1-0, í næst­síðustu um­ferð úr­vals­deild­ar­inn­ar þar í landi.

Rúnar Már fylgdist í dag með af varamannabekknum og kom ekki við sögu í leiknum en hann tognaði í leik með landsliðinu á dögunum og er nýkominn af stað á ný.

Astana er í toppsætinu með 69 stig, fjögurra stiga for­skot á Kairat Almaty þegar einni um­ferð er ólokið í deildinni. Almaty var að berjast við Astana um meistaratitilinn en steinlá í dag á útivelli, 5-0.

Astana, sem var stofnað fyrir tíu árum, er nú að hampa titlinum í sjötta skipti í efstu deildinni í Kasakstan en liðið hefur þrisvar sinnum unnið bikarkeppnina.

Rún­ar Már gekk í raðir Ast­ana um mitt ár og hefur verið gríðarlega öflugur með liðinu, skorað tvö mörk í ell­efu deildarleikjum og 5 mörk í tíu Evr­ópu­leikj­um.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir