Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Rúnar Már með mark og stoðsend­ingu

Rúnar Már skoraði eitt mark fyrir Astana og lagði annað upp í sigri liðsins í dag.

Mynd/KazFootball.kz

Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Astana þegar liðið lagði Aktobe, 3-2, á útivelli í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag.

Rúnar Már lagði upp fyrsta mark Astana þegar hann tók hornspyrnu á 8. mínútu sem Ivan Maewski skoraði í kjölfarið úr. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Astana.

Rúnar Már skoraði svo annað mark Astana með laglegu skallamarki innan teigs á 53. mínútu leiksins. Aktobe komst inn í leikinn með því að skora aðeins mínútu eftir mark Rúnars og jafnaði síðan leikinn á 83. mínútu, en Astana skoraði á 86. mínútu sem reyndist sigurmark leiksins og liðið sigraði því leikinn, 3-2. Rúnar Már lék allan leikinn í dag.

Astana hefur nú unnið þrjá af síðustu fjór­um leikj­um sín­um og er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði To­bol. Rúnar Már, sem gekk í raðir Astana fyrr í sumar, hefur skorað fimm mörk fyrir liðið og lagt upp önnur þrjú í aðeins 10 leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið