Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúnar Már lék all­an tím­ann í tapi Grasshopper

Rúnar Már lék allan tímann með Grasshopper sem þurfti að sætta sig við 0-1 tap gegn Young Boys.

Rúnar Már Sigurjónsson lék all­an tím­ann með Grasshopper sem beið lægri hlut fyrir Young Boys, 0-1, í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Rúnars í langan tíma en hann hefur á leiktíðinni verið mikið frá vegna meiðsla. Um síðustu helgi spilaði Rúnar allan síðari hálfleikinn þegar liðið hans mætti FC Luzern í deildinni. Sá leikur endaði með 1-3 tapi hjá Rúnari og félögum.

Tíu lið leika í svissnesku úrvalsdeildinni og Grasshopper situr á botni deildarinnar, með aðeins 18 stig, eftir 24 leiki. Eitt lið fer beint niður um deild og næstu tvö lið fyrir ofan fara í umspil um hvaða lið fellur úr deildinni.

Fjórum stigum munar á Grasshopper og liðinu í 9. sæti, Xamax.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun