Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúnar Már frá næsta mánuðinn

Rúnar Már verður frá næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla á kálfa.

ÍV/Getty

Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður svissneska liðsins Grasshopper og íslenska landsliðsins, verður frá næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla á kálfa sem hann varð fyr­ir í leikn­um við Frakkland sl. mánudag. Heimasíða Grasshopper greinir frá og Vísir segir einnig frá þessu.

Hann var í byrjunarliði Íslands gegn Frakklandi en var tekinn af velli á 57. mínútu og í hans stað kom Arnór Ingvi Traustason.

Á vefsíðu Grasshopper segir að Rúnar sé með rifu í kálfavöðva og veður frá keppni næsta mánuðinn eða svo.

Tíu lið leika í svissnesku úrvalsdeildinni og Grasshopper situr á botni deildarinnar, með aðeins 18 stig, eftir 24 umferðir. Neðsta liðið mun falla beint niður um deild og næstu tvö lið fyrir ofan fara í umspil um hvaða lið fellur úr deildinni ásamt því neðsta.

Fjórum stigum munar á Grasshopper og liðinu í 9. sæti, Xamax.

Fyrir tveimur vikum var leik Rúnars með Grasshopper blásinn af vegna óláta stuðningsmanna en sá leikur verður endurtekinn þann 22. maí nk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir