Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúnar hélt hreinu í markalausu jafntefli

Rúnar Alex hélt hreinu með Dijon í kvöld.

ÍV/Getty

Dijon, með íslenska landsliðsmarkvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson á milli stanganna, gerði markalaust jafntefli við Amiens í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rúnar stóð allan tímann í marki Dijon í leiknum og hélt hreinu. Þetta var í þriðja skipti í röð þar sem hann er í byrjunarliði liðsins.

Rúnar var í rammanum í fyrstu fimmtán deildarleikjum félagsins á leiktíðinni en missti svo stöðu sína til markvarðarins Bobby Allain.

Það virðist vera að Rúnar sé búinn að festa sig í markvarðarstöðu Dijon-liðsins það sem eftir lifi leiktíðar. Um síðustu helgi átti hann frábæran leik þegar liðið vann 1-3 útisigur á Lyon í deildinni.

Franski miðilinn L’Équipe valdi fyrr í vikunni úrvalslið síðustu umferðar frönsku úrvalsdeildarinnar og Rúnar Alex var þar í markinu. Honum var gefið 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Lyon. Miðilinn France Football var einnig með Rúnar í úrvalsliði umferðinnar og þar fékk hann sömu einkunn.

Dijon er í átjánda sæti deildarinnar, í umspilsæti um fall, og sex stigum frá öruggu sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun