Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúnar fékk tæki­færi í svekkj­andi jafn­tefli

Rúnar Alex fékk tæki­færi á milli stang­anna með Dijon í kvöld.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans í Dijon þurftu að sætta sig við svekkj­andi 3-3 jafntefli á heimavelli gegn Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rúnar fékk tæki­færi á milli stang­anna með Dijon í leiknum en honum var skipt inná í hálfleik fyrir Al­fred Gom­is sem gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla. Staðan í hálfleik var 2-2.

Stephy Mavididi kom Dijon yfir á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og bjugg­ust þá flest­ir við að liðið væri að fara fagna góðum sigri. Allt kom hins veg­ar fyr­ir ekki, því gestirnir í Nantes voru á öðru máli og þeim tókst að skora jöfnunarmark á fyrstu mínútu uppbótartímans.

Dijon er í 17. sæti deild­ar­inn­ar með 25 stig eft­ir 24 um­ferðir. Rúnar Alex hefur nú leikið sjö deildarleiki á leiktíðinni.

Í ítölsku B-deildinni kom Sveinn Aron Guðjohnsen ekki við sögu með Spezia er liðið vann 3-0 útisigur á Perugia. Spezia fór með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun