Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúnar Alex valinn í lið umferðarinnar í Frakklandi

Rúnar Alex var valinn í úrvalslið 31. umferðar frönsku úrvalsdeildarinnar.

ÍV/Getty

Íslenski landliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti um helgina frábæran leik fyrir Dijon þegar liðið vann 1-3 útisigur á Lyon í frönsku úrvalsdeildinni.

Franski miðilinn L’Équipe valdi fyrr í dag lið 31. umferðar frönsku úrvalsdeildarinnar og Rúnar Alex er þar í markinu. Honum var gefið 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum um helgina. Miðilinn France Football er einnig með Rúnar í úrvalsliði umferðinnar og þar er hann einnig með 8 í einkunn.

Rúnar var í annað skiptið í röð í byrjunarliðinu hjá Dijon.

Rúnar átti mjög góðan leik í marki Dijon um helgina en hann varði nokkrar marktilraunir í leiknum.

Eina mark Lyon kom eftir aðeins eina mínútu og það var Martin Terrier sem náði að skora framhjá Rúnari í markinu.

Það kom þó ekki að sök, því Rúnar og félagar voru snöggir að snúa leiknum sér í vil. Dijon skoraði tvö mörk fljótlega eftir mark Lyon á stuttu millibili, á 3. mínútu og svo aftur á 7. mínútu sem var sjálfsmark. Dijon skoraði að lokum sitt þriðja mark á 65. mínútu og það reyndist aftur vera sjálfsmark hjá Lyon.

Dijon náði með sigrinum um helgina að lyfta sér af botni deildarinnar. Liðið situr nú í 18. sæti með 24 stig.

Úrvalslið 31. umferðar að mati L’équipe. Skjáskot/Pressreader

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir