Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúnar Alex stóð vaktina í tapi Dijon

Rúnar Alex varði mark Dijon sem tapaði 0-1 í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá franska liðinu Dijon sem tók á móti Nice í frönsku úrvalsdeildinni.

Rúnar var að fá sitt annað tækifæri í marki Dijon það sem af er árinu. Hann sat á bekknum í síðasta leik en í þarsíðasta leik varði hann mark liðsins í stórtapi gegn PSG.

Staðan í leikhléi var markalaus en snemma í seinni hálfleiknum fékk liðsfélagi Rúnars að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Nokkrum mínútum síðar náði Nice að skora og það reyndist vera sigurmarkið í dag.

Lið Rúnars er í vondum málum í frönsku úrvalsdeildinni en það er í neðsta sætinu þegar átta leikir eru eftir af leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun