Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúnar Alex og liðsfélagar hans fara í fallumspil

Rúnar Alex og samherjar hans í Dijon unnu í gærkvöld afar mikilvægan sigur og eiga enn möguleika á að halda sæti sínu.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í franska úrvalsdeildarliðinu Dijon unnu í gærkvöld afar mikilvægan 2-1 sigur á Toulouse á heimavelli.

Dijon-liðið þurfti í gærkvöld nauðsynlega á sigri að halda og treysta á að Caen myndi lúta í lægra haldi fyrir Bordeaux til að halda sæti sínu frönsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn í gærkvöld hjá leikmönnum Dijon fór ekki af stað eins og þeir hefðu viljað en eftir rúman hálftíma leik skoraði Bafode Diakite fyrir Toulouse. Naim Sliti jafnaði metin í 1-1 fyrir Dijon á 58. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Julio Tavares fyrir Dijon. Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Dijon.

Caen tapaði leik sínum gegn Bordeaux og Dijon endar því í 18. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, sem er fallumspilssæti. Dijon mun mæta Lens í tveimur viðureignum um laust sæti í frönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun