Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rúnar Alex fékk á sig tvö mörk í tapi

Rúnar Alex fékk á sig tvö mörk í tapi Dijon í Frakklandi í kvöld.

ÍV/Getty

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í franska liðinu Dijon töpuðu fyrir Saint-Etienne, 2-1, á heimavelli í 1. umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Rúnar Alex stóð allan tímann á milli stanganna hjá Dijon í kvöld og fékk á sig tvö mörk í tapi liðsins. Saint-Etienne byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö mörk með stuttu millibili í byrjun leiks, þar sem fyrra markið kom af stuttu færi eftir einungis 6. mínútur og seinna markið uppúr aukaspyrnu á 11. mínútu. Julio Tavarés minnkaði muninn fyrir Dijon eftir rúmlega hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu og þar við sat.

Dijon endaði í 18. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og bjargaði sér frá falli úr deildinni með því að leggja Lens í fallumspili.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun