Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúnar Alex besti maður vall­ar­ins hjá Dijon

Rúnar Alex fékk flestu atkvæðin í vali á besta leikmanni Dijon eftir leik liðsins í gærkvöldi.

ÍV/Getty

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fékk flestu atkvæðin í vali á besta leikmanni Dijon í staðarmiðlinum Le Bien Sport eftir leik liðsins gegn Angers í frönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Rúnar Alex átti góðan leik í markinu hjá Dijon þrátt fyrir að liðið hafi tapað leiknum 2-0. Rúnar Alex fékk alls 22% atkvæða en næsti maður á eftir honum var Mama Baldé sem fékk 11% atkvæða.

Angers náði forystunni í leiknum á 50. mínútu þegar Ngonda Muzinga, leikmaður Dijon, gerðist sekur um afar klaufaleg mistök með því að skalla knöttinn í sitt eigið net. Angers tvöfaldaði síðan forystu sína með marki á 71. mínútu og vann að lokum 2-0 sigur.

Eftir fjóra leiki í deildinni er Dijon enn á botn­i deildarinnar án sig­urs og einnig án stiga.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir