Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúnar Alex átti eina af bestu markvörsl­um ág­úst­mánaðar í Frakklandi

Rúnar Alex átti eina af bestu markvörsl­um ág­úst­mánaðar í frönsku úrvalsdeildinni.

Rúnar Alex í leik með Dijon á leiktíðinni. ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon í Frakklandi, átti eina bestu markvörslu ág­úst­mánaðar í frönsku úrvalsdeildinni.

Rúnar Alex hefur átt góða leiki í marki Dijon í byrjun leiktíðar þrátt fyrir að liðið sé enn á botn­i deildarinnar og án stiga. Rúnar fékk meðal annars flestu atkvæðin í vali á besta leikmanni liðsins í staðarmiðli eftir síðasta leik.

Eftir fyrstu fjórar umferðirnar í deildinni hefur Rúnar Alex varið 25 skottilraunir og er í 7. sæti yfir flestar markvörslur.

Hægt er sjá bestu markvörslurnar í deildinni í síðasta mánuði með því að smella hér, en varsla Rúnars kemur eftir um 50 sekúndur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir