Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rúnar ætlar að róa á önnur mið í júní

Landsliðsmaðurinn Rúnar Már ætlar að skipta um lið í júní.

Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur ákveðið að róa á önnur mið og yfirgefa svissneska úrvalsdeildarfélagið Grass­hopp­er í þessum mánuði.

Hvert hann stefnir er ekki enn ákveðið. Eftir því sem haft er eftir Rúnari Má í samtali við Morgunblaðið í dag hefur hann í hyggju að reyna fyrir sér á allt öðrum grundvelli.

„Ég er samn­ings­laus og er að skipta um lið. Ég verð ekki áfram í Sviss vegna þess að mér finnst vera kom­inn tími á að prófa eitt­hvað nýtt eft­ir þrjú ár þar. Ég vildi bíða með að ganga frá þess­um mál­um þar til eft­ir landsliðsverk­efnið og þá get ég ein­beitt mér að þess­um mik­il­vægu leikj­um,“ sagði Rún­ar í sam­tali við Morgunblaðið í dag.

Rúnar Már er í leikmannahópi Íslands í landsleikjum við Albaníu og Tyrkland á Laugardalsvelli, 8. og 11. júní. Hann segist vera opinn fyrir mörgum möguleikum í vali sínu á næsta áfangastað á atvinnumannaferli sínum.

„Ég er op­inn fyr­ir því að prófa eitt­hvað al­ger­lega nýtt. Ég var í þrjú ár í Svíþjóð og hef nú verið þrjú ár í Sviss. Þessi lönd eru ekki svo ólík Íslandi að því leyti að kerfið er gott og lífs­gæðin góð. Von­andi tekst mér að upp­lifa eitt­hvað nýtt.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir