Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rostov upp að hlið Krasnodar og Zenit á toppn­um

Ragnar og samherjar hans í Rostov komust upp að hlið toppliðanna í Rússlandi með sigri í kvöld.

Mynd/ВКонтакте

Árbæingurinn Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með liði sínu Rostov þegar liðið lagði Akhmat að velli, 2-1, á heimavelli sínum í 9. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Rostov í leiknum.

Odise Roshi kom Akhmat í forystu á 19. mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Akhmat.

Rostov var mikið beitt­ara eftir leikhléið og liðið skoraði tví­veg­is í síðari hálfleiknum. Khoren Bayramyan jafnaði metin á 54. mínútu en hann náði þá frákasti eftir skottilraun og renndi boltanum auðveldlega í mark Akhmat, 1-1.

Heimamenn í Rostov voru ekki hættir því Mathias Normann sá svo um að tryggja liðinu sig­ur­inn þegar hann skoraði laglegt mark með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Rostov.

Rostov er þar með komið upp í þriðja sæti deildarinnar og hefur nú 20 stig, jafnmörg stig og Krasnodar og Zenit frá Sankti Pétursborg sem eru í efstu tveimur sætunum með betri markatölu en Rostov.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun