Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rostov taplaust með Ragn­ar sem fyr­irliða

Rostov hefur ekki enn tapað leik með Ragn­ar sem fyr­irliða.

Mynd/yuga.ru

Íslendingaliðið Rostov sigraði Krylya Sovetov, 1-0, í rússnesku úrvalsdeildinni í gærkvöld en leikið var á heimavelli Rostov. Ragnar Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Rostov og lék allan leikinn.

Ragnar hefur byrjað tímabilið mjög vel með Rostov og liðið skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar og upp í 11 stig og hefur ekki enn tapað leik eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni, en Ragnar er nú fyrirliði liðsins. Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Rostov.

Það var framherji Rostov, Eldor Shomurodov, sem skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Rostov hefur skorað flestu mörkin af öllum liðunum í deildinni, eða alls 10 mörk.

Í pólsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi spilaði Böðvar Böðvarsson allan tímann með Jagiellonia Bialysok þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Lechia Gdansk í 4. umferð deildarinnar. Jagiellonia Bialysok hefur fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina í deildinni.

Böðvar hefur verið í byrjunarliði Jagiellonia Bialysok í síðustu tveimur leikjum liðsins og spilað allan tímann í þeim, en á síðustu leiktíð lék hann 16 deildarleiki með liðinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun