Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rostov staðfest­ir brott­för Ragnars

Rostov staðfestir á vef sín­um að Ragnar hafi lokið störfum sínum fyrir félagið.

Mynd/Rostov

Rússneska úrvalsdeildarliðið Rostov tilkynnti á vef sín­um í gær að samn­ingi við Ragnar Sigurðsson hefði verið rift.

Í síðustu viku komst Ragnar að sam­komu­lagi við liðið um rift­un samn­ings. Rússneskir miðlar greindu upphaflega frá á Þorláksmessu, en þetta hefur nú verið staðfest. Rostov þakkar Ragnari fyrir vel unnin störf og ósk­ar hon­um velfarnaðar í framtíðinni.

Ragnar, sem er 33 ára, var fyrirliði Rostov á tímabilinu en hann kom til liðsins frá Fulham í janúar 2018 á lánssamningi og gerði síðan tveggja ára samning við rússneska liðið í júlí 2018. Ragnar lék 53 leiki fyrir Rostov í öllum keppnum.

Ef marka má fjölmiðla í Tyrklandi, þá er Ragnar í viðræðum við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Trabzonspor um að ganga til liðs við fé­lagið á eins árs samningi með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Mynd/Skjáskot úr fréttaþætti Fotomac í Tyrklandi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir