Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rostov mistókst að vinna í Rússlandi

Rostov mistókst að vinna Anzhi í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Íslendingaliðinu Rostov tókst ekki að bera sigur­orð á Anzhi er liðin mætt­ust í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Rostov náði að skora á 35. mínútu leiksins og hélt forystu í leiknum alveg þar til á 77. mínútur þegar Anzhi jafnaði metin og þannig endaði leikurinn, með 1-1 jafntefli.

Ragnar Sigurðsson var að venju í vörn Rostov og lék allan tímann á meðan Björn Bergmann spilaði fyrstu 69. mínúturnar.

Rostov er í 7. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 36 stig og í baráttu um að ná umspilssæti um þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. 4. og 5. sæti deildarinnar gefa umspilssæti í þeirri keppni. Rostov á fjóra eftir á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun