Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rostov komst ekki í úrslitaleikinn

Rostov er úr leik í rússneksu bikarkeppninni eftir tap gegn Lokomotiv Moskvu í kvöld.

Íslendingaliðið Rostov er úr leik í rússneksu bikarkeppninni eftir 0-2 tap á heimavelli á móti Lokomotiv Moskvu í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. Ragnar Sigurðsson var í vörninni hjá Rostov allan leikinn á meðan Björn Bergmann Sigurðarson sat sem fastast á varamannabekk liðsins.

Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og Lokomotiv Moskva vann því einvígið samanlagt 4-2.

Heimamenn í Rostov náðu að skora strax á fyrstu mínútu leiksins en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af vegna rangstöðu.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós í uppbótartíma seinni hálfleiks. Þar var Rifat Zhemaletdinov á ferðinni en hann skoraði glæsimark með skoti fyrir utan teig sem fór í slá og inn. Í seinni hálfleiknum á 62. mínútu skoraði Fedor Smolov annað mark Lokomotiv Moskvu. Rostov náði ekki að svara fyrir sig á síðasta hálftímanum og lokatölur urðu því 0-2.

Evrópudraumar Rostov-liðsins hafa nú runnið út í sandinn en liðið þurfti að vinna bikarkeppnina til að tryggja sér þátttökurétt í Evrópudeildinni að ári. Liðið situr situr í 8. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir umspilssæti, þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun