Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rostov komið í topp­sætið

Ragnar er að gera mjög góða hluti sem fyrirliði Rostov en liðið er nú komið upp í toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar.

Mynd/ВКонтакте

Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson eru komnir í toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með liði sínu Rostov.

Rostov gerði þá góða ferð til Moskvu þar sem liðið bar sigurorð af liði Lokomotiv Moskvu og vann heimamenn, 2-1. Elmor Shomurodov setti bæði mörkin fyrir Rostov, sitt í hvorum hálfleik. Ragnar Sigurðsson var fyrirliði Rostov í leiknum og lék allan tímann en Björn Bergmann var ekki leikmannahópi liðsins.

Rostov tók toppsætið af Lokomotiv Moskvu með sigrinum í dag en liðið er nú með 17 stig, þremur stigum meira en Krasnodar í öðru sætinu, með Jón Guðna Fjóluson innanborðs, sem á þó reyndar leik til góða gegn Ural á morgun.

Viðar Örn Kjartansson lék með liði sínu Rubin Kazan þegar liðið tapaði fyrir Sochi, 3-0, á heimavelli fyrr í dag. Viðar hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á í síðari hálfleiknum á 55. mínútu. Rubin Kazan er í 9. sæti með 10 stig.

Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Sigurðsson og samherjar þeirra í CSKA Mosvku eiga á morgun leik gegn Arsenal Tula á útivelli. Arnór, sem hefur verið frá síðustu vikurnar vegna meiðsla, gæti komið við sögu í leiknum. CSKA er í 6. sæti með 13 stig og getur farið upp í annað sætið ef allt gengur upp.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun