Fylgstu með okkur:

Fréttir

Rostov kem­ur Ragnari til varn­ar: Fréttir um áfengisvandamál ekki rétt­ar

Fjölmiðlar í Rússlandi sögðu að Ragnar hafi yfirgefið Rostov vegna áfengisvandamála. Rostov vís­ar þeim sögu­sögn­um á bug.

Mynd/ВКонтакте

Fjölmiðlar í Rússlandi fjölluðu í dag um það að Ragnar Sigurðsson hafi verið leystur undan samningi hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov vegna alvarlegra áfengisvandamála.

Rostov sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiðla í Rússlandi í tengslum við Ragnar og vís­ar því al­gjör­lega á bug að hann eigi við einhver áfengisvandamál að stríða.

„Frétt­ir um al­var­leg áfeng­is­vanda­mál Ragnars eru ekki réttar. Á þeim tæp­lega tveim­ur árum sem Ragn­ar var hjá Rostov var hann fyrirmyndar at­vinnumaður og ein­stak­ling­ur sem alltaf var hægt að treysta á í erfiðum aðstæðum. Þess vegna var hann gerður að fyrirliða liðsins á þessari leiktíð.

Samn­ingi var rift að beiðni hans. Við vild­um koma til móts við Ragn­ar, af því liðið er honum afar þakklátt fyrir það sem hann gerði í hverjum einasta leik með liðinu. Við viljum vara fjölmiðla við því að fjalla ekki um mál sem þeir hafa ekki vit á,“ segir í yfirlýsingu Rostov.

Ragnar er um þessar mundir að íhuga sín næstu skref á atvinnumannaferlinum og hefur meðal annars verið orðaður við danska liðið FC Kaupmannahöfn og tyrknesku liðið Gaziantep, Trabzonspor og Antalyaspor.

 

View this post on Instagram

 

Заявление футбольного клуба «Ростов» о ситуации с Рагнаром Сигурдссоном⠀ ⠀ 8 января в СМИ появилась порочащая информация об экс-капитане футбольного клуба «Ростов» Рагнаре Сигурдссоне.⠀ ⠀ Сведения о якобы «серьезных проблемах с алкоголем» у игрока не соответствуют действительности. За почти два года выступлений в «Ростове» Рагнар показал себя как большой профессионал и человек, на которого всегда можно положиться в тяжелой ситуации. Именно поэтому в этом сезоне он носил капитанскую повязку.⠀ ⠀ Благодаря успешной игре, исландский футболист также вошел в состав символической сборной отбора Евро-2020.⠀ ⠀ Контракт с капитаном был расторгнут по его просьбе. Мы пошли навстречу Сигурдссону, поскольку высоко ценим его самоотдачу в каждом матче и человеческие качества. Хотим предостеречь СМИ от распространения непроверенной информации.⠀ ⠀ #ФКРостов #МыРостов #Сигурдссон

A post shared by Футбольный клуб «Ростов» (@fcrostov) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir