Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rostov fór létt með CSKA Moskvu

Rostov hafði betur gegn CSKA Mosvku í toppslag rússnesku úrvalsdeildarinnar.

Rostov gerði í dag góða ferð til Moskvu þar sem liðið hafði betur gegn CSKA Moskvu, 3-1, í toppslag rússnesku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið eru Íslendingalið en aðeins einn Íslendingur kom við sögu í leiknum.

Arnór Sigurðsson spilaði í 67 mínútur fyrir CSKA Mosvku en Hörður Björgvin Magnússon var fjarverandi vegna meiðsla. Í liði Rostov gat Ragnar Sigurðsson ekki leikið vegna veikinda og Björn Bergmann Sigurðarson er enn að glíma við meiðsli.

Khoren Bayramyan skoraði tvívegis fyrir Rostov í fyrri hálfleik og að loknum fyrri hálfleik var staðan 2-0.

Rostov skoraði síðan þriðja markið eftir rúman klukkutíma leik en CSKA tókst að minnka muninn undir lok leiks með marki úr vítaspyrnu og lokatölur urðu 3-1, Rostov í vil.

Með sigrinum komst Rostov upp í efsta sæti deildarinnar og hefur nú 26 stig, einu stigi meira en CSKA, sem er nú komið niður 4. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun