Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rostov byrj­ar tíma­bilið með sigri

Ragnar og Björn Bergmann léku báðir fyrir Rostov sem sigraði Orenburg í 1. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Íslendingaliðið Rostov tók á móti Orenburg í 1. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Eldor Shomurodov og Aleksey Ionov skoruðu mörk Rostov í kvöld og komu þau bæði í fyrri hálfleiknum.

Djorje Despotovic minnkaði muninn í 2-1 fyrir Orenburg á 49. mínútu en ekki voru fleiri mörk skoruð í leikn­um. Lokatölur 2-1, Rostov í vil og Íslendingaliðið byrjar því tímabilið í Rússlandi með sigri.

Ragnar Sigurðsson, sem bar fyrirliðaband Rostov í leiknum, var í byrjunarliði liðsins og lék allan tímann og þá kom Björn Bergmann Sigurðarson inn á sem varamaður á 82. mínútu leiksins.

Tímabilið hjá Rostov á síðustu leiktíð var vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að liðið var á tímapunkti í baráttu um Evrópusæti en liðið endaði að lokum í 9. sæti deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun