Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rosengård held­ur efsta sæt­inu í Svíþjóð

Glódís Perla og stöllur hennar í Rosengård eru áfram á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í dag.

Mynd/Nisse Nilsson

Lið Glódísar Perlu Viggósdóttur, Rosengård, situr áfram á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að það vann 2-0 sigur á útivelli gegn Kopparbergs/Göteborg.

Rosengård sigraði leikinn með mörkum frá Anna Anvegard og Hanna Bennison en þau komu með þriggja mínútna millibili í síðari hálfleik. Glódís Perla lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård.

Rosengård er með 38 stig og fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fimm umferðum er ólokið í deildinni.

Íslendingaslagur var þá í fallbaráttunni í deildinni þegar liðin Djurgården og Linhamn Bunkeflo mættust.

Ingibjörg Sigurðardóttir var hins vegar eini Íslendingurinn sem tók þátt í leiknum, því Guðrún Arnarsdóttir hjá Djurgården og Andreu Þórisson hjá Bunkeflo sátu allan leikinn á varamannabekknum. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Djurgården er með 10 stig í 11. sæti deildarinnar, sem er fallsæti, á meðan Bunkeflo er í sætinu fyrir ofan með 12 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun