Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ringul­reið í Noregi: Leikmenn Lillestrøm voru undir verndarvæng lögreglu

Það varð hreinlega allt vitlaust þegar ljóst varð að Lillestrøm myndi ekki leika í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Mynd/vg.no

Það myndaðist al­ger glundroði á Åråsen-vellinum í gærkvöld þegar ljóst varð að Lillestrøm myndi ekki leika í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Lillestrøm laut í gras fyrir Start í um­spili um sæti í norsku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir 4-3 sigur á heimavelli sínum í seinni leik liðanna í gærkvöld. Start vann fyrri leik­inn á heima­velli, 2-1, og þar með einvígið á úti­vall­ar­mörk­um.

Lillestrøm var með 4-0 forystu eftir rúmlega klukkutíma leik og allt virtist stefna í öruggan sigur liðsins í einvíginu. Allt kom þó fyrir ekki, því Martin Ramsland tók yfir leikinn og skoraði hvorki fleiri né færri en þrjú mörk fyrir Start á lokakaflanum. Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Start og Arnór Smárason kom inn á sem varamaður hjá Lillestrøm á 85. mínútu.

Það varð hreinlega allt vitlaust á vellinum þegar dómarinn flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Lillestrøm voru með ógnandi hegðun og til vand­ræða sem varð til þess að leikmenn liðsins fengu lögregluvernd í búningsklefa sínum og þegar þeir yfirgáfu völlinn. Þetta má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir