Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rakel skaut Reading í undanúr­slit

Rakel Hönnudóttir skaut Reading í undanúr­slit enska bik­ars­ins í dag.

ÍV/Getty

Rakel Hönnudóttir skaut Reading í undanúr­slit enska bik­ars­ins í dag. Hún skoraði sigurmark liðsins í blálok fram­leng­ing­ar sem tryggði Reading 3-2 sigur á Manchester United.

Rakel byrjaði á vara­manna­bekkn­um í leiknum en hún kom inn sem varamaður á 80. mín­útu.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti því leikinn.

Manchester United skoraði fyrsta mark leiksins á 98. mínútu í framlengingunni en Reading náði síðan að jafna aðeins þremur mínútum síðar.

Í byrjun seinni hluta framlenginnar komst Manchester aftur yfir. Tveimur mínútum síðar náði Reading enn og aftur að jafna leikinn.

Tíu mínútum eftir jöfnunarmarkið skoraði svo Rakel Hönnudóttir sigurmarkið í blálok fram­leng­ing­ar. Lokaniðurstaða 3-2 sigur Reading, sem er komið áfram í undanúrslit.

Rakel, sem er 30 ára, gekk í raðir Reading í janúar síðastliðnum. Þar áður hafði hún leikið með sænska félaginu Limhamn Bunkeflo.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun