Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Rakel komst ekki í úrslitin

Rakel Hönnudóttir og stöllur hennar í Reading töpuðu í dag fyrir West Ham eftir vítaspyrnukeppni.

ÍV/Getty

Rakel Hönnudóttir og stöllur hennar í Reading töpuðu í dag fyrir West Ham eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum enska bikarsins.

Rakel byrjaði á varamannabekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Markalaust var í leikhléi en Reading skoraði snemma í seinni hálfleik. Stuttu síðar jafnaði West Ham leikinn í 1-1.

Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og sömuleiðis í framlengingu og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn.

Reading tók sex vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni og þrjár þeirra fóru forgörðum, en Rakel klikkaði úr einu vítinu. West Ham tók einnig sex vítaspyrnur og tvær þeirra fóru forgörðum. West Ham hafði því betur og mun leika til úrslita.

West Ham mun annað hvort mæta Manchester City eða Chelsea í úrslitaleik keppninnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun