Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ragnari vel fagnað á Parken – Myndband

Ragnar er mikils metinn meðal stuðningsmanna FC Kaupmannahafnar.

ÍV/Getty

Ragnari Sigurðssyni var vel fagnað af stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar fyrir leik liðsins gegn Celtic í fyrri viður­eign liðanna í 32-liða úr­slit­um Evr­ópu­deild­ar­inn­ar sem er í gangi þessa stund­ina á Parken, heimavelli FC Kaupmannahafnar, en Ragnar hóf leikinn í byrjunarliðinu.

Leikurinn hófst klukkan 17:55 og síðari hálfleikurinn er nýhafinn en FC Kaupmannahöfn var rétt í þessu að jafna leikinn í 1-1 með marki frá Dame N’Doye.

„Raggi Sig er greinilega vinsæll hjá stuðningsmönnum FCK. Íslenski fáninn á lofti og Ragnar Sigurdsson lagið sungið aftur og aftur! Þvílík stemning hér á Parken!“ skrifaði Þór Bæring Ólafsson á Twitter-síðu sína en hann er á meðal áhorfenda á leiknum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir