Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ragnar spilaði er Rostov og Lokomotiv skildu jöfn

Rostov og Lokomotiv skildu jöfn í fyrri leik liðanna í undanúrslitum rússnesku bikarkeppninnar. Ragnar lék allan tímann fyrir Rostov.

ÍV/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í rússneska bikarnum í dag þegar Rostov og Lokomotiv Moscow skildu jöfn, 2-2. Um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar.

Björn Bergmann, sem leikur einnig með Rostov, var ónotaður varamaður í leiknum.

Rostov-liðið náði tvisvar forystu í leiknum en Lokomotiv náði í bæði skiptin að svara fyrir sig.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Rostov skoraði snemma í seinni hálfleiknum, á 50. mínútu. Lokomotiv jafnaði í 1-1 á 67. mínútu leiksins.

Nokkrum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma, á 84. mínútu, komst Rostov aftur yfir. Aðeins mínútu síðar skoraði Rostov sjálfsmark og lokatölur urðu því 2-2.

Seinni leikur liðanna mun fara fram 14. maí nk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun