Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ragnar og Jón Guðni í sigurliðum

Ragnar og Jón Guðni voru í sigurliðum í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í rússnesku úrvalsdeildinni í dag, Rostov og Krasnodar.

Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í vörn Rostov er liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn toppliði Zenit St. Pétursborg. Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður Rostov í dag.

Ivelin Popov skoraði eina markið í leiknum úr vítaspyrnu á 67. mínútu.

Aðeins ein umferð er eftir í rússnesku úrvalsdeildinni og Rostov er 7. sæti deildarinnar með 41 stig og á ekki möguleika á að ná Evrópusæti.

Jón Guðni kom við sögu í sigri Krasnodar

Jón Guðni Fjóluson kom inn á sem varamaður þegar lið hans Krasnodar vann 3-0 útisigur gegn Arsneal Tula í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Guðni kom inn á í stöðunni 2-0 en fimm mínútum síðar skoraði Ari þriðja mark liðsins.

Með sigrinum tryggði Krasnodar sér að minnsta kosti 3. sæti deildarinnar, sem gefur umspilssæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, en með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni getur liðið endað í 2. sæti með sigri ef Lokomotiv Moskva misstígur sig gegn FC Ufa.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun