Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ragnar og Björn léku báðir í tapi

Ragnar og Björn Bergmann léku báðir í tapi Rostov í dag.

Íslendingaliðið Rostov fór í morgun í heimsókn til FC Ufa í rússnesku deildinni. Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson eru á mála hjá Rostov.

Ufa skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu leiksins.

Ragnar lék allan tímann í vörn Rostov í leikum en fimm marka leikmaðurinn Björn Bergmann kom inn á sem varamaður á 79.  mínútu til að hjálpa liði sínu að ná í stig, en það tókst ekki í dag. Lokatölur urðu 1-0 fyrir Ufa.

Rostov situr enn í sjötta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 32 stig þegar átta umferðir eru eftir af leiktíðinni. Andstæðingur liðsins í dag, Ufa, er í fall-umspili deildarinnar með aðeins 20 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun