Umfjöllun
Ragnar og Björn Bergmann spiluðu í tapi
Ragnar og Björn Bergmann léku báðir í tapi Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.
-
-
eftir
Íslendingavaktin
Íslendingaliðið Rostov fór í dag í heimsókn til FC Orenburg í rússnesku deildinni. Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson voru báðir í byrjunarliði Rostov í leiknum.
Rostov varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark rétt fyrir leikhlé og eftir klukkutíma leik bætti Orenburg við öðru marki. Í uppbótartíma kom þriðja mark Orenburg og lokatölur urðu 3-0. Slæmt tap hjá Ragnari og Birni Bergmanni.
Ragnar lék allan tímann í vörn Rostov í leikum en Björn Bergmann var tekinn af velli á 67. mínútu.
Rostov berst af fullum krafti fyrir sæti í Evrópukeppni að ári og tap í dag bætir ekki stöðuna. 4. og 5. sæti deildarinnar gefa umspilssæti í þeirri keppni og Rostov situr í 7. sæti með jafn mörg stig og andstæðingur dagsins, Orenburg, sem er með betri markatölu.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 5 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 5 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin