Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Ragn­ar og Björn Bergmann nálg­ast Evr­óp­u­sæti

Ragnar og Björn Bergmann unnu í dag 2-1 sigur í Rússlandi.

ÍV/Getty

Ragn­ar Sig­urðsson spilaði all­an leik­inn í vörn Rostov þegar liðið tók á móti Spartak Moskvu í 23. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður fyrir Rostov á 78. mínútu leiksins.

Rostov náði forystu á 13. mínútu en Spartak náði að jafna metin á 27. mínútu. Jafnt var alveg þar til á 80. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Eldor Shomurodov tryggði Rostov þrjú stigin í dag.

Rostov berst af fullum krafti fyr­ir sæti í Evr­ópu­keppni að ári. 4. og 5. sæti deildarinnar gefa umspilssæti í þeirri keppni og Rostov situr í 6. sætinu, einu stigi á eftir andstæðing dagsins, Spartak Moskvu, sem er í 5. sæti.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem leika fyrir CSKA Moskvu, eru í 4. sæti deildarinnar með 40 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun