Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ragnar kveður Rostov – „Mun sakna ykkar allra“

Ragnar hefur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna starfs­loka sinna hjá Rostov. 

Mynd/yuga.ru

Ragnar Sigurðsson hefur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna starfs­loka sinna hjá rússneska liðinu Rostov.

Í síðustu viku komst Ragnar að sam­komu­lagi við liðið um rift­un samn­ings og er nú laus allra mála þaðan.

Ragnar kom til Rostov frá enska liðinu Fulham í janúar 2018 á lánssamningi og gerði síðan tveggja ára samning við rússneska liðið í júlí 2018.

Ragnar er sagður eiga nú í viðræðum við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Trabzonspor um að ganga í raðir þess en það voru fjölmiðlar í Tyrklandi sem sögðu frá því.

„Mun sakna ykkar allra og fallegu borgarinnar Rostov,“ skrifaði Ragnar á Instagram-síðu sína. Rostov Gazeta greinir frá.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir