Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ragnar kom­inn aft­ur til FC Kaup­manna­hafn­ar

Ragnar Sigurðsson er geng­inn til liðs við FC Kaupmannahöfn á nýjan leik.

Mynd/fck.dk

Ragnar Sigurðsson er aft­ur geng­inn til liðs við danska úrvalsdeildarliðið FC Kaupmannahöfn. Þetta var tilkynnt nú rétt í þessu.

Ragnar hefur gert samning við liðið sem gildir út tímabilið. Ragnar lék áður með FC Kaupmannahöfn við góðan orðstír á árunum 2011 til 2014.

Ragnar komst í síðasta mánuði að sam­komu­lagi við rússneska liðið Rostov um rift­un samn­ings og kemur því til FC Kaupmannahafnar á frjálsri sölu.

„Mér hefur alltaf fundist FC Kaupmannahöfn vera mitt lið. Kaupmannahöfn varð uppáhalds borgin mín þegar ég kom hingað fyrst. Mér líður eins og ég sé að koma aftur heim.

Ég átti frábæra tíma þegar ég var hérna síðast og á enn fullt af góðum vinum í borginni. Stuðningsmenn liðsins hafa alltaf borið mikla virðingu fyrir mér sem ég er þakklátur fyrir. Ég hlakka til að hitta þá á ný,“ sagði Ragnar við heimasíðu FC Kaupmannahafnar.

Nú þegar vetrarfrí er skollið á er FC Kaupmannahöfn í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar af 14 liðum. Keppni í deildinni hefst á ný eftir vetrarfríið hinn 14. febrúar næstkomandi, en þá fer FC Kaupmannahöfn í heimsókn til Esbjerg.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir