Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ragnar aftur til Kaupmannahafnar?

Ragnar gæti hugsanlega snúið aft­ur til FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

ÍV/Getty

Ragnar Sigurðsson gæti hugsanlega snúið aft­ur til síns gamla félags í Danmörku, FC Kaupmannahöfn, samkvæmt danska fjölmiðlamanninum Sören Sorgenfri. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Ragnar lék með FC Kaupmannahöfn við góðan orðstír á árunum 2011 til 2014. Sören segir að Ragnar sé áhugasamur um að ganga aftur til liðs við FC Kaupmannahöfn en liðið þurfi að taka ákvörðun um slíkt.

Ragnar komst í síðustu viku að sam­komu­lagi við rússneska liðið Rostov um rift­un samn­ings og leitar sér nú að nýju liði.

Samkvæmt tykneskum fjölmiðlum er Ragnar hins vegar sagður eiga í viðræðum við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Trabzonspor um að ganga í raðir þess.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir