Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Patrik öfl­ug­ur gegn Loftus-Cheek – Myndband

Patrik Sigurður átti góðan leik og sýndi lagleg tilþrif í leik gegn U23 ára liði Chelsea.

Mynd/Brentford

Patrik Sigurður Gunnarsson var á meðal bestu leik­manna hjá B-liði Brentford þegar liðið lagði U23 ára lið Chelsea að velli, 2-0, í æfingaleik í gær.

Patrik varði vel í markinu í leiknum og kom t.a.m. í veg fyrir óheppilegt sjálfsmark. Liðsfélagi hans ætlaði þá að skalla bolt­ann til baka og var nálægt því að skora sjálfsmark en hann slapp fyrir horn þar sem Patrik tókst á síðustu stunda að skófla boltanum í burtu. Lagleg tilþrif hjá Patrik sem má sjá hér að neðan. Öll helstu atvik úr leiknum er enn neðar.

Hæfileikaríkasti leikmaðurinn á vellinum var Ruben Loftus-Cheek en hann var að leika sinn fyrsta leik í dágóðan tíma eftir erfið meiðsli. Loftus-Cheek á að baki yfir 70 leiki með aðalliði Chelsea.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið