Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Patrik: Liðsfélagar mínir hjálpuðu mér mikið

Patrik Sigurður Gunnarsson var tekinn í viðtal eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik fyrir aðallið Brentford.

Efnilegi markmaðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir aðallið Brentford þegar það mætti Middlesbrough í ensku B-deildinni.

Samfélagsmiðlateymi félagsins tók viðtal við hann eftir leikinn, sem má sjá hér að ofan.

Brentford var að spila við Middlesbrough á útivelli og þegar korter var eftir af leiknum þurfti markmaðurinn Daniel Bentley að fara meiddur af velli. Patrik, sem er einungis 18 ára, kom inn á í hans stað og stóð sig glimmrandi vel í þær mínútur sem hann spilaði. Brentford sigraði leikinn 1-2.

Patrik hefur á leiktíðinni leikið alls 27 leiki með U-23 ára liði félagsins, en þetta var í annað sinn sem hann er í leikmannahópi aðalliðsins.

Patrik á þá að baki samtals fjórtán landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

„Þetta var mjög góð tilfinning. Það var smá stress en þegar ég var kominn inn á völlinn, þá var þetta eins og venjulegur leikur,“ sagði Patrik í viðtali eftir leikinn.

„Liðsfélagar mínir hjálpuðu mér mikið. Þeir komu til mín og sögðu mér að gera það sem ég er vanur.“

„Þetta var flottur útisigur gegn flottu liði. Starfsteymið talaði um það fyrir leikinn að við gátum skráð okkur í sögubækurnar með því að vinna hér í fyrsta sinn, sem varð svo raunin.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið