Fylgstu með okkur:

Fréttir

Patrik hjá Southend United í eina viku til viðbót­ar

Patrik Sigurður verður á lánssamningi hjá Southend United í eina viku til viðbót­ar.

Enska C-deildarliðið Southend United sem fékk Patrik Sigurð Gunnarsson lánaðan frá Brentford í eina viku á svokölluðu neyðarláni hefur ákveðið að framlengja láns­samn­ing­inn um eina viku til viðbótar. Staðarmiðilinn Echo News greinir frá í kvöld.

Patrik Sigurður varði mark Southend United þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Burton Albion síðasta laugardag, en hann fékk hrós frá knattspyrnustjóra sínum, Sol Campbell, eftir leikinn:

„Ég fékk Patrik til liðsins vegna þess að ég vildi prófa eitthvað nýtt. Hann stóð sig mjög vel og átti ekki möguleika á að koma í veg fyrir mörkin sem við fengum á okkur. Hann kom til okkar rétt fyrir leikinn og tel ég hann hafa staðið sig virkilega vel,“ sagði Campbell um Patrik.

Sout­hend United er í næst­neðsta sæti í ensku C-deild­inni og hefur aðeins unnið þrjá leiki af 33 á leiktíðinni. Liðið fer næsta laugardag í heimsókn til Oxford United.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir