Fylgstu með okkur:

Fréttir

Patrik fram­lengdi við Brentford

Pat­rik Sig­urður hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við enska félagið Brentford.

Mynd/brentfordfc.com

Pat­rik Sig­urður Gunn­ars­son hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við enska félagið Brentford og er hann nú samningsbundinn því fram á sumarið 2023, með möguleika á eins árs fram­leng­ingu til viðbótar.

Patrik Sigurður, sem er 18 ára gamall, gekk í raðir Brentford frá Breiðabliki síðasta sumar og lék einn leik með liðinu í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar sem hann kom inn á sem varamaður þegar Brentford vann 2-1 sigur á Midd­les­brough í marsmánuði síðastliðnum.

Hann varði markið hjá varaliði Brentford í 31 leik á síðustu leiktíð.

„Ég er hæstánægður með að Patrik hafi tryggt framtíð sína hjá Brentford. Hann er fyrirmynd fyrir alla þá sem vinna í kringum hann. Hann á þennan samning algerlega skilið og ég hlakka til að sjá Patrik halda áfram að þroskast og vaxa hjá félaginu,“ segir Allan Steele, einn af þjálfurum varaliðs Brentford, á heimasíðu félagsins.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir