Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

PAOK tapaði toppslagn­um

Olympiacos hafði betur í toppslagn­um gegn PAOK.

Mynd/paok24.com

PAOK, með Sverri Inga Ingason innanborðs, tapaði 1-0 fyrir Olympiacos á heimavelli sínum í toppslag grísku úr­vals­deild­ar­inn­ar í kvöld.

Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni hjá PAOK og lék með liðinu frá upphafi og til enda leiks. Dimitrios Giannoulis, leikmaður PAOK, varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 49. mínútu og það reyndist sigurmark Olympiacos í leiknum.

PAOK er áfram í öðru sæti deildarinnar með 58 stig, nú fimm stigum á eftir toppliði Olympiacos. Ein umferð er eftir af deildinni áður en skipt verður í tvo hluta, þar sem sex lið verða í efri hlut­an­um og átta lið í þeim neðri fram á vor.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun