Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

PAOK í undanúr­slit bik­ars­ins

Sverrir Ingi og samherjar hans í PAOK tryggðu sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um grísku bik­ar­keppn­inn­ar.

Mynd/PAOK

PAOK komst í kvöld í undanúrslit grísku bikarkeppninnar eftir að hafa lagt Panathinaikos að velli, 1-0, í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. PAOK vann fyrri leikinn 2-0 og liðið vinnur því einvígið samanlagt 3-0.

Sverr­ir Ingi Ingason var að vanda í hjarta varn­ar­inn­ar hjá PAOK og spilaði allan leikinn. Karol Swiderski kom PAOK yfir á 11. mínútu og reyndist það eina markið í sigri liðsins.

Sverrir Ingi er ríkj­andi bikar­meist­ari með PAOK eftir unnið AEK Aþenu í úrslitaleik í fyrra og varð fyrir vikið tvöfaldur meistari með liðinu á síðasta tímabili. Það eru fínar líkur á því að hann endurtaki leikinn. PAOK er sem stendur í öðru sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Olympiacos eftir 23 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun