Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

PAOK í átta liða úr­slit

Sverrir Ingi og félagar hans í PAOK eru komn­ir áfram í átta liða úr­slit grísku bik­ar­keppn­inn­ar.

Mynd/gazzetta.gr

Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans í gríska liðinu PAOK báru sigurorð af liði OFI Crete, 4-1, í seinni leik liðanna í 16-liða úr­slit­um grísku bik­ar­keppn­inn­ar í dag.

Sverrir Ingi var í byrjunarliði PAOK og lék allan leikinn í vörninni. Dimitrios Pelkas skoraði tvö mörk fyrir PAOK og þeir Lazaros Lamprou og Karol Swiderski sitt markið hvor.

PAOK sigraði fyrri leikinn 3-0 og er þar með komið áfram í átta liða úrslit keppninnar.

Sverrir Ingi varð tvöfaldur meistari með PAOK á síðustu leiktíð, í deild og bikar, og er á góðri leið með að endurtaka leikinn. PAOK er sem stendur í öðru sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, aðeins stigi á eftir toppliði Olympiacos eftir 18 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun