Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

PAOK besta liðið á útivelli í Evrópu – 22 leik­ir í röð án taps

Sverrir Ingi og samherjar hans í PAOK eru komnir á topp grísku úrvalsdeildarinnar.

Mynd/pagenews.gr

Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans í gríska liðinu PAOK unnu 1-0 sigur gegn OFI Crete á útivelli í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sverrir Ingi var í byrjunarliði PAOK í fjórða deildarleiknum í röð og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Eina mark leiksins kom á 56. mínútu og það gerði Josip Misic með frá­bæru skoti utan teigs sem söng í samskeytunum. Þetta glæsilega mark reyndist það eina í leiknum og var sigur PAOK virkilega sanngjarn.

Með sigrinum fór PAOK á topp deildarinnar með 24 stig, en Olympiacos á leik til góða og getur farið upp í 26 stig og aftur á toppinn.

PAOK er um þessar mundir óstöðvandi í Grikklandi en liðið tapaði síðast leik í heimalandinu í byrjun febrúar á þessu ári. Þá hefur liðið leikið alls 22 leiki í röð á útivelli án þess að tapa leik. Vísir vakti athygli á þessu fyrr í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun