Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Óvænt tap hjá Willum og félögum

Willum Þór og liðsfélagar í BATE Borisov töpuðu nokkuð óvænt í Hvíta-Rússlandi.

Mynd/BATE

Willum Þór Willumsson og liðsfélagar hans í BATE Borisov töpuðu nokkuð óvænt fyrir FC Minsk á útivelli í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Willum var í byrjunliði BATE í leiknum og lék fyrstu 49. mínúturnar.

Leikurinn byrjaði heldur illa fyrir BATE en eftir um tuttugu mínútna leik var liðið búið að fá á sig þrjú mörk. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Minsk.

Leikmenn BATE spýttu þó aðeins í lófana í síðari hálfleik og náðu að skora tvö mörk, fyrra kom á 52. mínútu og það seinna á 70. mínútu. Mörkin tvö hjá BATE dugðu þó ekki og Minsk, sem er í 12. sæti, vann að lokum 3-2 sigur.

BATE er í öðru sæti deildarinnar með 43 stig og er fimm stigum á eftir toppliði Dinamo Brest. BATE á hins vegar leik til góða.

Willum Þór var í dag að leika sinn ellefta deildarleik fyrir BATE á leiktíðinni. Willum á eftir að skora fyrir liðið í deildinni en hann hefur hins vegar skorað tvö mörk fyrir liðið í bikarkeppninni í Hvíta-Rússlandi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun