Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Óttar Magnús tryggði Mjällby sjöunda sigurinn í röð

Óttar Magnús skoraði sigurmark fyrir Mjällby í Svíþjóð í dag.

Óttar Magnús Karlsson var hetja Mjällby þegar liðið sigraði Jönköpings, 1-0, í sænsku B-deildinni í dag.

Óttar Magnús byrjaði á varamannbekknum hjá Mjällby í leiknum en kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og skoraði sigurmarkið rétt undir lok leiksins, á 88. mínútu. Gísli Eyjólfsson byrjaði einnig á varamannabekk Mjällby en spilaði síðasta hálftímann sem varamaður.

Óttar Magnús var í dag að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Mjällby en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið undir lok síðasta árs.

Mjällby situr áfram í öðru sæti deildarinnar eftir úrslit dagsins og er komið með 24 stig að 11 leikjum loknum. Liðið var þá að vinna sinn sjöunda sigur í röð og er þjálfari liðsins, Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, að gera frábæra hluti með liðið, sem er nýliði í sænsku B-deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun