Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Óttar kom inn á í sigri Mjällby

Óttar Magnús kom inn á sem varamaður þegar Mjällby vann sigur í dag.

Óttar Magnús í leik með Íslandi árið 2017. ÍV/Getty

Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður þegar Mjällby bar sigur úr býtum gegn Degerfors í sænsku B-deildinni í dag.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og þar var á ferðinni Jacob Bergström fyrir Mjällby rétt fyrir leikhléið.

Óttar Magnús kom inn á þegar 76. mínútur voru liðnar af leiknum en Gísli Eyjólfsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Mjällby.

Þetta er annar sigur Mjällby á leiktíðinni og liðið er 8. sæti sænsku B-deildarinnar með sex stig eftir fyrstu 5. umferðirnar.

Ingvar varði mark Viborg

Ingvar Jónssson stóð á milli stanganna hjá danska liðinu Viborg sem tapaði 1-0 fyrir HB Koge í dönsku B-deildinni í dag.

Ingvar og félagar eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni að ári en liðið er á toppi dönsku B-deildarinnar með 47 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun