Fylgstu með okkur:

Fréttir

Ótrúlega lærdómsríkt og gaman í Katar

Landsliðsfyrirliðinn Aron Ein­ar talaði um fyrstu mánuðina í Katar á blaðamannafundi fyrr í dag.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Ein­ar Gunn­ars­son sat fyr­ir svör­um á blaðamannafundi á Laug­ar­dals­vell­i fyrr í dag í aðdrag­anda leiks­ins gegn Moldóv­um á morgun í undan­keppni EM 2020.

Aron var meðal annars á blaðamannafundinum spurður út í fyrstu mánuðina í Katar og fyrstu leikina með nýja liði sínu Al-Arabi.

„Þetta hefur komið mér á óvart. Þetta eru opnir leikir. Ekki mikið um varnartaktík og fyrir varnartengilið þá eru þetta erfiðir leikir en ótrúlega lærdómsríkt og gaman. Við vorum að spila síðasta leik gegn einu af tveimur bestu liðunum í Katar og það gekk vel,“ sagði Aron Einar.

Landsliðsfyrirliðinn segir þá að fjölskylda sín sé búin að koma sér vel fyrir í Katar:

„Mjög vel. Það er heitt á daginn og þið sjáið það að ég er ekki tanaðasti maðurinn hérna en þetta byrjar mjög vel. Við erum búin að koma okkur vel fyrir. Drengurinn er byrjaður í skóla og við erum virkilega ánægð með að hafa tekið skref í eitthvað nýtt og öðruvísi.“

Hér að neðan má sjá myndband af Aroni Einari á fréttamannafundinum, en umræðan um Katar-umhverfið hefst á mínútu 8:05.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir